top of page

ÞRÓUN OG VERNDUN

Fyrir liggur þróunaráætlun fyrir Garðahverfið, í samþykktu deiliskipulagi, þar sem verndun náttúru og minja var höfð að leiðarljósi um leið og núverandi byggð er styrkt og aðgengi almennings að svæðinu er bætt.

VERNDARSVÆÐI Í BYGGÐ

Garðafélagið sem er félag áhugamanna um verndun Garða, studdi við gerð þessa deiliskipulags í samstarfi við bæjarstjórn Garðabæjar og sóknarnefnd Garðaprestakalls. Garðafélagið hefur einnig staðið fyrir byggingu hleðslugarðs og listaverksins Allt til eilífðar í Garðakirkjugarði. 

Meginmarkmið deiliskipulagsins er að stuðla að varðveislu menningar- og náttúruminja í Garðahverfi og að Garðahverfi verði aðgengilegt til íhugunar, útivistar og náttúruskoðunar. Það verði byggt upp í samræmi við sögulega sérstakt búsetulandslag og aldagamalt hlutverk svæðisins sem kirkju- og menningarstaðar. Með deiliskipulaginu er tryggt að á Görðum megi um ókomin ár njóta nálægðar, kyrrðar og friðsældar. 

Fjölmargir komu að deiliskipulagsvinnunni í Garðahverfi sem ráðgjafafyrirtækið Alta hafði umsjón með.

Deiliskipulagið tekur mið af sögulega sérstöku búsetulandslagi og aldagömlu hlutverki hverfisins, sem kirkju- og menningarstaðar. Þar er áhersla lögð á varðveislu menningar- og náttúruminja um leið og viðhald og eðlileg þróun byggðarinnar er tryggð. Aðgengi til útivistar, sögu- og náttúruskoðunar er jafnframt aukið með opnun göngustíga um helstu sögustaði og náttúru. Deiliskipulagið gegnir bæði hlutverki þróunar - og verndaráætlunar.

Hér má sjá myndband sem lýsir deiliskipulaginu nánar og sögulegu samhengi þess:

Með því að gera Garðahverfið að verndarsvæði í byggð er sögulegu mikilvægi þessi haldið á lofti enn frekar.

 

Svipmót byggðarinnar verður verndað og styrkt með uppbyggingu í anda sögulegs menningarlandslags svæðisins. Þannig má styrkja Garðahverfið sem svæði verndar, kyrrðar og útivistar, þar sem hægt er að rýna í sögu lands og mannlífs um leið og búseta á svæðinu er styrkt.

bottom of page